Umferðarlög

Mánudaginn 08. apríl 2002, kl. 18:43:07 (7187)

2002-04-08 18:43:07# 127. lþ. 114.27 fundur 652. mál: #A umferðarlög# (Umferðarstofa o.fl.) frv. 83/2002, dómsmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 127. lþ.

[18:43]

Dómsmálaráðherra (Sólveig Pétursdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Eins og ég tók fram í framsögu minni með frv. þá er það svo í framkvæmdinni í dag að ungir ökumenn fá bráðabirgðaökuskírteini fyrstu tvö árin. Hér er verið að opna fyrir ákveðna umbun til þeirra ökumanna sem standa sig mjög vel, t.d. með því að fá ekki punkta í sína skrá. Ég vil taka skýrt fram að menn fá ekki punkta nema um sé að ræða alvarleg umferðarlagabrot.

Ég tel því að þetta sé í raun og veru mjög spennandi leið sem verið er að tala um í frv. Verið er að tala um að umbuna ungum ökumönnum fyrir að aka rétt í umferðinni og fylgja öllum settum reglum. Ég hygg að það komi alveg skýrt fram í frv. og vænti þess að það muni reynast vel. En einnig er lagt til að það verði metið eftir ákveðinn tíma, þrjú ár, hvernig þetta hefur gengið fyrir sig og hvort það hefur gefið góða raun eða ekki.