Umferðarlög

Mánudaginn 08. apríl 2002, kl. 18:44:32 (7188)

2002-04-08 18:44:32# 127. lþ. 114.27 fundur 652. mál: #A umferðarlög# (Umferðarstofa o.fl.) frv. 83/2002, GAK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 127. lþ.

[18:44]

Guðjón A. Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég skil alveg hvað í frv. stendur. Það sem ég var að vekja athygli á var það að ég sé ekki að nokkur þörf sé á því fyrir ungmenni að eiga ekki von til þess að fá neina umbun þrátt fyrir að um algjörlega slysalausan akstur hafi verið að ræða, ef ungmennið hefur lent í því á fyrstu mánuðum ökuferils síns að fá einn punkt, því að þetta er algjörlega takmarkandi ákvæði. Hvað svo sem ökukennarinn segir þegar hann er búinn að fara með viðkomandi í akstursmat, telur manninn vel hæfan og standast að öllu leyti þær kröfur sem hægt sé að gera til ökumanns, þá hefur hann engan rétt á þeirri umbun sem felst í frv. vegna þess að ákvæðið er algjörlega tæmandi, það þarf ekki nema einn punkt.