Stefnumótun um aukið umferðaröryggi

Mánudaginn 08. apríl 2002, kl. 20:20:12 (7200)

2002-04-08 20:20:12# 127. lþ. 114.30 fundur 599. mál: #A stefnumótun um aukið umferðaröryggi# þál. 14/127, JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 127. lþ.

[20:20]

Jón Bjarnason (andsvar):

Herra forseti. Ég get ekki annað en tekið undir þær áherslur sem hæstv. ráðherra leggur fram varðandi öryggi í umferðinni og leyfi mér áfram að ítreka að ég tel að við gerð samgönguáætlunar, langtímasamgönguáætlunar eigi að vera tilvísun til þess að hún taki tillit til umferðaröryggismála. Ég mun koma að því seinna í kvöld í umræðunum um samgönguáætlun. Ég tel það einn af meginveikleikum samgönguáætlunar að ekki skuli vera kveðið skýrt á um að tekið skuli tillit til öryggismála við gerð samgönguáætlunar í forgangsröðun og vali á verkefnum í vegamálum, hvort sem eru merkingar, brúargerð eða annað sem lýtur að umgjörð vega. Ég get ekki annað en ítrekað að mér finnst að hæstv. dómsmrh. ætti að koma auknum áhrifum sínum inn í áætlanagerð og framkvæmædaáætlanir í samgöngumálum þannig að öryggismálin komi þar fyllilega til jafns við aðra þætti sem eru hafðir að markmiði við gerð þeirra áætlana.