Tækniháskóli Íslands

Mánudaginn 08. apríl 2002, kl. 22:15:54 (7228)

2002-04-08 22:15:54# 127. lþ. 114.31 fundur 649. mál: #A Tækniháskóli Íslands# frv. 53/2002, menntmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 127. lþ.

[22:15]

Menntamálaráðherra (Tómas Ingi Olrich) (andsvar):

Herra forseti. Það er gengið í stofnun þessa skóla með að mörgu leyti mjög sambærilegum hætti og annarra háskóla sem hafa vaxið upp í að verða rannsóknarstofnanir. Þessi skóli fer af stað með þessum hætti, með heimildarákvæði, og það er vilji ráðuneytisins að skoða hvernig þetta heimildarákvæði í samningnum verði nýtt í framtíðinni. Þannig er þessu máli hrint úr vör og það er þess vegna vilji ráðherrans að standa við málið að þessu leyti.