Afbrigði

Þriðjudaginn 09. apríl 2002, kl. 11:02:21 (7248)

2002-04-09 11:02:21# 127. lþ. 115.94 fundur 491#B afbrigði# (afbrigði við dagskrá), Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur, 127. lþ.

[11:02]

Forseti (Halldór Blöndal):

Ég hygg að það sé nauðsynlegt að það komi fram að ekki er að mínum dómi nauðsynlegt að aukinn meiri hluti sé fyrir því að mál megi koma á dagskrá samkvæmt fyrri mgr. 36. gr. (Gripið fram í: Nú?) og er rétt að lesa þá málsgrein upp eins og hún er í þingsköpum:

,,Lagafrumvörp skulu vera samin með lagasniði og skal prenta þau og útbýta þeim meðal þingmanna á fundi. Hverju frumvarpi skal fylgja greinargerð um tilgang þess yfirleitt og skýring á höfuðákvæðum. Eigi má, nema með samþykki þingsins, taka frumvarp til umræðu fyrr en liðnar eru að minnsta kosti tvær nætur frá því er því var útbýtt.``

Það segir hér þannig að gert er ráð fyrir því í þingsköpum að hægt sé að leita samþykkis þingsins fyrir því að málið megi fyrir koma. Í 90. gr. þingskapa segir:

,,Eftir uppástungu forseta eða formanns þingflokks má bregða út af þingsköpum þessum ef tveir þriðju hlutar þeirra þingmanna, er um það greiða atkvæði, samþykkja.`` (Gripið fram í.)

Hér er ekki verið að tala um aukinn meiri hluta heldur þyrfti aukinn meiri hluta t.d. ef greidd yrðu atkvæði um það hvort nauðsynlegt yrði samkvæmt 39. gr. að ein nótt liði frá 1. umr. eða útbýtingu þingskjals áður en umræða fer fram. Hér er ekki um það að ræða heldur er beinlínis gert ráð fyrir því í þingsköpum að heimilt sé að leita afbrigða um þetta ákvæði og það er talað um samþykki þingsins en það er ekki talað um aukinn meiri hluta í því sambandi. Þetta er algengt orðalag og hv. þingmanninum á að vera þetta kunnugt.