Húsnæðismál

Þriðjudaginn 09. apríl 2002, kl. 12:15:08 (7275)

2002-04-09 12:15:08# 127. lþ. 115.13 fundur 710. mál: #A húsnæðismál# (félagslegar íbúðir) frv. 86/2002, JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur, 127. lþ.

[12:15]

Jóhanna Sigurðardóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég spyr hæstv. ráðherra um ákvæði í þessu frv. þar sem veita á rekstrarframlög til íbúða sem staðið hafa auðar í lengri tíma: Hvað er ,,lengri tími`` langur?

Síðan væri mjög gott ef hæstv. ráðherra gæti upplýst okkur nú, þegar umræðan er komin þetta á veg að ráðherrann hefur mælt fyrir frv., hversu margar íbúðir á landinu öllu standa auðar, hvað þær eru sem hlutfall af heildinni og hvar þær eru helst.