Flugmálaáætlun árið 2002

Þriðjudaginn 09. apríl 2002, kl. 18:45:18 (7348)

2002-04-09 18:45:18# 127. lþ. 115.16 fundur 681. mál: #A flugmálaáætlun árið 2002# þál. 27/127, samgrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur, 127. lþ.

[18:45]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (andsvar):

Herra forseti. Það liggur ekki fyrir, en það er partur af þeirri undirbúningsvinnu sem þarf að vinna núna, og þess vegna er sérstök fjárveiting á þessu ári til að huga að endurbótum á Þingeyrarflugvelli. Ef vel tekst til, þá er ekki óhugsandi að svo geti orðið, en það þarf að undirbúa, koma upp í fyrsta lagi lengingu vallarins og í öðru lagi lýsingu á hann og síðan í þriðja lagi að búa hann þeim búnaði sem þarf til þess að hann nýtist sem best með flugbrautinni á Ísafirði. Ég vil ekkert fullyrða um næturflugsaðstöðuna fyrr en athugun hefur leitt slíka niðurstöðu í ljós, en ég legg ríka áherslu á að endurbætur á Þingeyrarflugvelli geti nýst sem best fyrir svæðið og ég geri ráð fyrir að tekið verði til við að undirbúa það á næstunni.