2002-04-09 22:22:46# 127. lþ. 115.21 fundur 685. mál: #A samningur milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu 2002# þál. 19/127, GAK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur, 127. lþ.

[22:22]

Guðjón A. Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Þessi samningur er nokkuð gamalkunnur og hefur verið með nokkuð líku sniði milli Íslands og Færeyja á undanförnum árum. Það er þó eitt sem mig langar til að fá upplýst ef hæstv. utanrrh. getur upplýst mig um það, það eru ákvæðin í 4. gr. samningsins um aðgang Íslendinga að veiðum á 1.300 lestum af makríl og 2.000 lestum af síld úr öðrum síldarstofnum en þeim norsk-íslenska. Mig langar til að vita hvernig nýting okkar hefur verið á þeim veiðiheimildum á undanförnum árum, hvort til séu upplýsingar um það hverjir hafi nýtt sér slíkar heimildir, hvaða útgerðir og í hvaða magni okkur hafi tekist að nýta okkur þær heimildir sem kveðið er hér á um í 4. gr.