Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins

Þriðjudaginn 09. apríl 2002, kl. 22:39:44 (7397)

2002-04-09 22:39:44# 127. lþ. 115.36 fundur 493. mál: #A Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins# (lögreglumenn) frv. 41/2002, Frsm. VE (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur, 127. lþ.

[22:39]

Frsm. efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nál. vegna frv. til laga um breyting á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins.

Þetta mál er tengt kjarasamningum við lögreglumenn sem voru undirritaðir í júlí árið 2001. Í framhaldi af því og í tengslum við þá kjarasamninga var gefin út yfirlýsing um ákveðna breytingu á lífeyrismálum lögreglumanna sem snýst um að samræma lífeyrisréttindi miðað við að lögreglumenn hætti almennt séð 65 ára. Í umfjöllun nefndarinnar kom fram að fleiri stéttir en lögreglumenn sem telja sig eiga tilkall til slíkra kjara og búast má við að á næstu árum komi mál sem þessi til umfjöllunar hér í þinginu.

Það kom líka fram í umfjöllun um málið að þeir lögreglumenn sem eru nú eldri en 65 ára vilja gjarnan fá lengri umþóttunartíma til þess að hætta störfum en að gert er ráð fyrir í frv. Er því gerð tillaga um að rýmkaður verði sá tími sem fyrirhugaður var. Í frv. var gert ráð fyrir að þeir verði hættir fyrir 1. október 2002, en í brtt. sem nefndin gerir er lagt til að dagsetningin verði 1. maí 2003.

Undir þetta nefndarálit skrifa þeir hv. nefnarmenn sem voru viðstaddir afgreiðslu málsins og er ekki ágreiningur um það.