Steinullarverksmiðja

Þriðjudaginn 09. apríl 2002, kl. 23:57:43 (7407)

2002-04-09 23:57:43# 127. lþ. 115.42 fundur 663. mál: #A steinullarverksmiðja# (sala á eignarhlut ríkisins) frv. 57/2002, GAK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur, 127. lþ.

[23:57]

Guðjón A. Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Það er að vísu að nálgast miðnætti en ekki er ástæða til að heyra neinar ofheyrnir hjá hæstv. ráðherra. Ég spurði eingöngu hvort mætti vænta þess að ef ríkið seldi Orkubú Vestfjarða, þá yrði hluti þeirra fjármuna notaður á Vestfjörðum. Ég var ekki sérstaklega að gagnrýna það að fjármunir af þessum sölum væru notaðir til atvinnuuppbyggingar á viðkomandi svæðum. Ég sagði beinlínis í sambandi við Orkuveitu Suðurnesja að það væri frekar af hinu góða.

Ég spurði hins vegar að því hvort líta mætti svo á að hér væri komin stefnumótun sem fylgt yrði eftir m.a. ef Orkubú Vestfjarða yrði selt.