2002-04-10 00:03:28# 127. lþ. 115.42 fundur 663. mál: #A steinullarverksmiðja# (sala á eignarhlut ríkisins) frv. 57/2002, iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur, 127. lþ.

[24:03]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Af því að hv. þm. spurði áðan hvort ekki þyrfti sérstaka lagaheimild vil ég fyrst segja að þetta er sérstök lagaheimild sem hér er verið að fara fram á, sem sagt að iðnrh. sé heimilt að selja eignarhlut íslenska ríkisins í Steinullarverksmiðjunni.

Um það hvort ég hafi umboð til að lofa þá segi ég ekkert meira en það sem stendur í textanum. Þar stendur að þetta skuli gert og ákveðið samkvæmt nánari ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Það held ég að hljóti að vera nokkuð skýrt.

Hvað er hv. þm. að meina þegar hann segir að ríkið sé að ganga á eignir sveitarfélaga víðs vegar um land? Það gerist ekki alla vega með því að samþykkja þetta frv. Því fer víðs fjarri.