Afbrigði

Miðvikudaginn 10. apríl 2002, kl. 10:59:20 (7424)

2002-04-10 10:59:20# 127. lþ. 116.94 fundur 498#B afbrigði# (afbrigði við dagskrá), JÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur, 127. lþ.

[10:59]

Jóhann Ársælsson:

Hæstv. forseti. Þetta mál um nýja Umhverfisstofnun er að koma fram núna þegar þinginu er að ljúka og þó að ég og Samfylkingin leggist ekki gegn því að það komi á dagskrá, þá sitja menn hjá. Í því eru auðvitað fólgin skilaboð.

Ég verð að segja eins og er að ég greiði ekki atkvæði gegn þessu í trausti þess að málið fari til umfjöllunar í nefnd en verði ekki afgreitt í þinginu, að það fái tímann í sumar og menn fari yfir málin og skoði þau því að það hefur komið svo sannarlega fram nú þegar að undirbúningnum er alls ekki svo háttað að möguleiki sé á því að fjalla um málið á svo stuttum tíma sem nú er ætlaður til þess á hv. Alþingi.