Þjóðhagsstofnun o.fl.

Miðvikudaginn 10. apríl 2002, kl. 11:24:15 (7428)

2002-04-10 11:24:15# 127. lþ. 117.5 fundur 709. mál: #A Þjóðhagsstofnun o.fl.# frv. 51/2002, utanrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 117. fundur, 127. lþ.

[11:24]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (andsvar):

Herra forseti. Þegar til lengri tíma er litið er talið að hagkvæmni og sparnaður verði af þessum breytingum. Það er oft þannig þegar breytingar eiga sér stað verður ákveðinn kostnaður vegna tilflutnings og annarra aðstæðna og það sem skiptir meginmáli eins og hv. þm. veit vel er að til lengri tíma litið skili hagkvæmnin sér hvort sem það er í opinberum rekstri eða í fyrirtækjarekstri. Það er gert ráð fyrir að svo verði.

Hins vegar er rétt að afskipti aðila bæði á vinnumarkaði og annarra hafa aukist á þessu sviði og í því kemur fram einhver aukinn kostnaður, t.d. í Seðlabankanum. Það er líka nauðsynlegt vegna breyttra aðstæðna í samfélaginu þannig að sem flestir komi hér að og það er áreiðanlega mjög erfitt að leggja afgerandi mat þar á.