Þjóðhagsstofnun o.fl.

Miðvikudaginn 10. apríl 2002, kl. 11:25:19 (7429)

2002-04-10 11:25:19# 127. lþ. 117.5 fundur 709. mál: #A Þjóðhagsstofnun o.fl.# frv. 51/2002, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 117. fundur, 127. lþ.

[11:25]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Þetta voru ákaflega óljós loforð fyrir framtíðina. Ég hefði viljað sjá einhverja áætlun um að þetta yrði raunverulega lækkað, segjum eftir eitt, tvö eða þrjú ár þannig að menn fari að nýta saman þá krafta sem eru í þeim stofnunum sem þessi verkefni eiga að flytjast til. Það hlýtur að vera hægt að gera þetta ódýrar þegar þetta er gert á einum stað heldur en víða.

Ég vildi gjarnan sjá í umræðunni gögn um það hvernig og hvað mikið menn hyggist spara í staðinn fyrir þann kostnað sem fellur til núna á fyrsta ári.