Þjóðhagsstofnun o.fl.

Miðvikudaginn 10. apríl 2002, kl. 11:31:59 (7435)

2002-04-10 11:31:59# 127. lþ. 117.5 fundur 709. mál: #A Þjóðhagsstofnun o.fl.# frv. 51/2002, utanrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 117. fundur, 127. lþ.

[11:31]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég tel líklegt að kostnaðurinn verði eitthvað meiri fyrst í stað, meðan þessi breyting er að ganga yfir. Það er t.d. ljóst að aukið sjálfstæði Seðlabankans hefur það í för með sér að Seðlabankinn verður að leggja í aukinn kostnað til að standa undir því hlutverki sínu. Breytt þjóðfélagsgerð og breyttar aðstæður í efnahagsmálum kalla á meiri starfsemi á því sviði.

Hins vegar tel ég að þegar til lengri tíma er litið muni þessi skipan verða hagkvæmari. Það skiptir meginmáli. Hins vegar tel ég ekki rétt, eins og fram kemur í öllum gögnum, að gera ráð fyrir sparnaði fyrst í stað. Af breytingunni verður sparnaður og meiri hagkvæmni þegar til lengri tíma er litið.