Þjóðhagsstofnun o.fl.

Miðvikudaginn 10. apríl 2002, kl. 11:36:35 (7439)

2002-04-10 11:36:35# 127. lþ. 117.5 fundur 709. mál: #A Þjóðhagsstofnun o.fl.# frv. 51/2002, utanrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 117. fundur, 127. lþ.

[11:36]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (andsvar):

Herra forseti. Þessi gögn verða að sjálfsögðu lögð fram við meðferð málsins í hv. nefnd og engin tilhneiging til að leyna þeim á nokkurn hátt. Hins vegar er rétt að taka fram að þó gert sé ráð fyrir því að þetta fjármagn færist annars vegar til fjmrn. og hins vegar til Hagstofunnar er ekki þar með sagt að fjmrn. og Hagstofan muni nýta það algerlega til sömu verka og verið hefur hjá Þjóðhagsstofnun. Það verður reynt að hagræða sem best og sinna einnig öðrum verkefnum.

Það er t.d. gert ráð fyrir því að Hagstofan sinni í auknum mæli verkefnum sem ekki hefur verið sinnt nægilega. Það er gert ráð fyrir því að með þessum tilflutningi verði hægt að hagræða þannig í rekstri Hagstofunnar að hún þurfi a.m.k. ekki að sækja á í sama mæli um aukið fjármagn til starfsemi sinnar og annars hefði verið. Að sjálfsögðu á svipað við í fjmrn. Ekki er hægt að segja nákvæmlega fyrir um það á þessu stigi hvernig það mun reynast. En við trúum því að af því verði aukinn sparnaður og hagræðing.