Ábyrgð skuldabréfa vegna nýrrar starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar

Miðvikudaginn 10. apríl 2002, kl. 23:57:02 (7522)

2002-04-10 23:57:02# 127. lþ. 117.7 fundur 714. mál: #A ábyrgð skuldabréfa vegna nýrrar starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar# frv. 87/2002, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 117. fundur, 127. lþ.

[23:57]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Ég hlustaði með athygli á mál hv. þm. Össurar Skarphéðinssonar. Ég virði sjónarmið hans og góðan hug til atvinnuuppbyggingar á Íslandi. En velviljinn þarf að byggja á raunsæi. Óneitanlega brá mér í brún þegar hann lýsti því yfir, fyrir sig og Samfylkinguna, að hann mundi ekki leggjast gegn þessu máli.

Þetta mál hefur ekki fengið skoðun eða umræðu. Við erum að fá þetta frv. í hendur í dag. Talað er um að ljúka þingi eftir sex þingdaga. Er ekki hv. þm. Össur Skarphéðinsson sammála mér um að það væri mikið fljótræði að knýja þetta mál til afgreiðslu á þessum skamma tíma?