Skráning í þjóðskrá

Miðvikudaginn 17. apríl 2002, kl. 11:42:41 (7587)

2002-04-17 11:42:41# 127. lþ. 119.6 fundur 658. mál: #A skráning í þjóðskrá# fsp. (til skrifl.) frá hagstrh., Fyrirspyrjandi EMS (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 119. fundur, 127. lþ.

[11:42]

Fyrirspyrjandi (Einar Már Sigurðarson):

Herra forseti. Ég hef lagt fram fyrirspurn til hæstv. forsrh. um skráningu í þjóðskrá. Ástæða þess er sú að athygli mín hefur verið vakin á því að fólk hefur lent í vandræðum í samskiptum sínum við Hagstofu Íslands varðandi skráningu á nöfnum í þjóðskrá. Þannig hefur t.d. fólk vakið athygli mína á því að barn sem heitir tveimur nöfnum og samtals með 30 stöfum og tveimur bilum komist ekki inn í þjóðskrá og fái þá skýringu eina að tölvukerfi Hagstofunnar eða þjóðskrárinnar ráði ekki við slíkan fjölda stafa og bila. Það hlýtur, herra forseti, að vekja afar mikla undrun á árinu 2002 að tölvukerfi þjóðskrárinnar ráði ekki við nöfn sem ekki eru lengri en þetta.

Það má auðvitað færa fyrir því rök að það sé hluti af mannréttindum að fá skráð nöfn sín í þjóðskrá en ...