Evrópusamstarf um sjaldgæfa sjúkdóma

Miðvikudaginn 17. apríl 2002, kl. 15:34:05 (7654)

2002-04-17 15:34:05# 127. lþ. 121.3 fundur 602. mál: #A Evrópusamstarf um sjaldgæfa sjúkdóma# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., SJóh
[prenta uppsett í dálka] 121. fundur, 127. lþ.

[15:34]

Sigríður Jóhannesdóttir:

Hæstv. forseti. Mig langaði bara að hér kæmi fram að þessi mál hafa verið til umræðu á vettvangi Norðurlandaráðs. Læknir sem var formaður í Norðurlandanefnd sem reyndar var lögð af við síðustu áramót við skipulagsbreytingar sem urðu á Norðurlandaráði, beitti sér mjög fyrir þessum málum og að í þeim yrði unnið á vegum Norðurlandaráðs, t.d. að stuðningi við félög sjúklinga mjög fámennra hópa. Þetta hlaut mikinn stuðning og fór svo um áramót inn í velferðarnefnd og er unnið þar sjálfsagt áfram. Þó að ég hafi ekki tök á að fylgjast með því nú í dag veit ég að svo er og mér fannst nauðsynlegt að þetta kæmi fram hér.