Evrópusamstarf um sjaldgæfa sjúkdóma

Miðvikudaginn 17. apríl 2002, kl. 15:37:21 (7656)

2002-04-17 15:37:21# 127. lþ. 121.3 fundur 602. mál: #A Evrópusamstarf um sjaldgæfa sjúkdóma# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., heilbrrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 121. fundur, 127. lþ.

[15:37]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson):

Herra forseti. Ég hef í rauninni ekki miklu við að bæta. Ég þakka fyrirspyrjanda fyrir að hafa vakið athygli á þessum málum í tveimur fyrirspurnum. Ég ítreka að við ætlum okkur að taka þátt í þessum áætlunum og fylgjast vel með og afla okkur þekkingar og sambanda á þessum vettvangi. Ég tek undir það með fyrirspyrjanda að alþjóðlegt samstarf er afar mikilvægt að þessu leyti og það að læra af reynslu annarra. Það er einn grundvöllurinn að okkar heilbrigðisþjónustu og við þurfum að nýta okkur þá möguleika sem gefast á þessu mikilvæga sviði.