Nefndafundir á þingfundartíma

Miðvikudaginn 17. apríl 2002, kl. 19:58:18 (7711)

2002-04-17 19:58:18# 127. lþ. 121.93 fundur 516#B nefndafundir á þingfundartíma# (um fundarstjórn), Forseti ÍGP
[prenta uppsett í dálka] 121. fundur, 127. lþ.

[19:58]

Forseti (Ísólfur Gylfi Pálmason):

Forseti vill láta þess getið að hann freistaði þess að ljúka fsp. Hér er alls ekki um stefnubreytingu að ræða en við hefðum gjarnan viljað láta svara metnaðarfullum fsp. hv. þingmanna. Það er greinilegt að okkur tekst það ekki og því verður forseti við þeirri ósk hv. þingmanna að slíta fundi núna.