Þingsályktun um verkaskiptingu hins opinbera og einkaaðila

Fimmtudaginn 18. apríl 2002, kl. 10:35:33 (7714)

2002-04-18 10:35:33# 127. lþ. 122.91 fundur 517#B þingsályktun um verkaskiptingu hins opinbera og einkaaðila# (aths. um störf þingsins), Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 122. fundur, 127. lþ.

[10:35]

Forseti (Halldór Blöndal):

Ég vil af þessu tilefni taka fram að það er rétt að mér varð á. Mistök mín voru þau að ég tók þetta bréf ekki fyrir á fundi forsn. Alþingis. Ég biðst afsökunar á því að bréfið skyldi ekki hafa verið tekið fyrir með formlegum hætti eins og rétt hefði verið.

Ég vil í annan stað taka undir það sem fram hefur komið að texti tillögugreinarinnar eins og hún er samþykkt á Alþingi 9. maí 2000 er óljós og ég vil biðja formann efh.- og viðskn. að taka málið fyrir á fundi sínum, endurskoða tillögugreinina eins og hún var samþykkt af Alþingi og leggja hana á nýjan leik fyrir Alþingi svo að hún megi skiljast.