Þjóðhagsstofnun o.fl.

Fimmtudaginn 18. apríl 2002, kl. 14:40:54 (7793)

2002-04-18 14:40:54# 127. lþ. 122.1 fundur 709. mál: #A Þjóðhagsstofnun o.fl.# frv. 51/2002, Frsm. meiri hluta SAÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 122. fundur, 127. lþ.

[14:40]

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Sigríður A. Þórðardóttir) (andsvar):

Herra forseti. Ég tek undir með hv. þm. Pétri Blöndal að það er ánægjulegt að ríkisstofnunum skuli fækkað. Auðvitað hefði maður gjarnan viljað sjá að samtímis væri hægt að minnka kostnað ríkissjóðs. Ég get ekki lagt mat á það á þessari stundu hvort svo verði, þegar til framtíðar er litið. En það er alveg ljóst af kostnaðarmati fjmrn. að þar er gert ráð fyrir að rekstrarkostnaður stofnunarinnar skiptist á milli Hagstofu Íslands og fjmrn. í hlutföllunum 2/3 á móti 1/3, þ.e. 2/3 yrðu hjá Hagstofunni og síðan gæti hugsanlega einhver biðlaunakostnaður fallið á ríkissjóð. Á þessari stundu er ekki hægt að meta þann kostnað nákvæmlega en það hefur verið áætlað að hann gæti orðið á bilinu 20--25 millj. Síðan er gert ráð fyrir að stofnkostnaður og flutningur gagna milli tölvukerfa o.s.frv. sé um 24 millj. kr.