Þjóðhagsstofnun o.fl.

Fimmtudaginn 18. apríl 2002, kl. 21:40:51 (7823)

2002-04-18 21:40:51# 127. lþ. 122.1 fundur 709. mál: #A Þjóðhagsstofnun o.fl.# frv. 51/2002, forsrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 122. fundur, 127. lþ.

[21:40]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar):

Herra forseti. Það var haft samráð við þetta ágæta starfsfólk. Það var andvígt því að leggja niður þessa stofnun. Það var ekki tekið tillit til þess. En það var haft samráð við þetta starfsfólk. Það er ríkisstjórnarinnar og þingsins að ákveða það hvort stofnunin verður lögð niður eða ekki.

En það er líka dæmigert fyrir þessa umræðu að hér í salnum hafa í allan dag verið einn eða tveir þingmenn, stundum enginn fyrir utan mig og ræðumanninn. Það er þess vegna sem umræðan verður svona tætingsleg. Það var einmitt rætt í dag og það hefur hv. þm. ekki heyrt, þegar talað var um þingmennina að sjálfsagt gæti verið að gera sérstaka samninga af hálfu þingsins við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands sem tryggði að þingmenn, bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu, gætu leitað til þeirrar stofnunar. Þetta kom fram hér fyrr í dag.

Ef þingmaðurinn hefði fylgst með umræðunum þá hefði hann ekki þurft að láta þetta mál koma sér á óvart eins og hér kom í ljós.