Álbræðsla á Grundartanga

Föstudaginn 19. apríl 2002, kl. 11:33:49 (7869)

2002-04-19 11:33:49# 127. lþ. 123.8 fundur 716. mál: #A álbræðsla á Grundartanga# (fjárfestingar hlutafélagsins) frv. 75/2002, iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur, 127. lþ.

[11:33]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er ekki þannig að fyrirtækið hafi nú þegar fjárfest í öðrum atvinnurekstri og ég get ekki fullyrt neitt um að svo muni verða. Að ég veit er ekki búið að taka neinar ákvarðanir um slíkt. En miðað við það að önnur fyrirtæki í svipuðum rekstri hafa þessar heimildir mjög rúmar og þetta fyrirtæki, Norðurál, hefur verið að standa sig vel (GAK: Það er búið að fjárfesta í deCODE.) að mínu mati í rekstri og nýtur trausts og virðingar þá er þetta gert þannig að það verði a.m.k. ekki af lagalegum ástæðum sem fyrirtækið fjárfestir ekki hér. Við vitum að það hefur verið að koma út með hagnaði og á greinilega einhverja peninga sem alla vega ég vona að verði nýttir til fjárfestingar á Íslandi.