Persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga

Föstudaginn 19. apríl 2002, kl. 14:40:07 (7900)

2002-04-19 14:40:07# 127. lþ. 123.18 fundur 653. mál: #A persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga# (rafræn vöktun o.fl.) frv. 81/2002, Frsm. ÞKG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur, 127. lþ.

[14:40]

Frsm. allshn. (Þorgerður K. Gunnarsdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Að mínu mati er þetta alveg skýrt. Ég tel varhugavert ef við ættum að fara að tína til öll þau tilvik inn í lagatextann sjálfan sem hugsanlega gætu átt við. Ég held að hvorki ég né hv. þm. höfum nógu frjótt hugmyndaafl til að sjá við því sem framtíðin ber í skauti sér. Ég held að það sé varhugavert.

Ég vil taka fram að ég treysti Persónuvernd fyllilega til að sinna því eftirliti sem hún þarf að hafa með þessum þætti. Þetta er heimilt en það eru mjög ströng skilyrði fyrir þessu. Skilyrðin eru tekin fram í frv. og heimildir Persónuverndar þurfa að vera ríkar til að hafa eftirlit með þessari starfsemi og því hvort slíkar myndavélar séu settar upp í lögmætum og réttmætum tilgangi.