Stefnumótun um aukið umferðaröryggi

Föstudaginn 19. apríl 2002, kl. 16:22:23 (7917)

2002-04-19 16:22:23# 127. lþ. 123.21 fundur 599. mál: #A stefnumótun um aukið umferðaröryggi# þál. 14/127, LB (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur, 127. lþ.

[16:22]

Lúðvík Bergvinsson (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Við höfum rætt hér í dag ýmis mál sem lúta að hæstv. dómsmrh. og nú ræðum við umferðaröryggisáætlun til langs tíma. Það sem verður lykilatriði í því hvort hún komist til framkvæmda eður ei eru þeir fjármunir sem verða settir í hana. Næsta mál á dagskrá á eftir þessu er breyting á umferðarlögum. Þar er m.a. ætlunin að lögfesta viðbótarumferðaröryggisskráningargjald á bifreiðar þveröfugt við það sem menn hafa stefnt að úti um allt samfélag, þ.e. draga úr kostnaði, draga úr gjöldum, halda aftur af hækkunum o.s.frv. Ég verð því að segja, virðulegur forseti, að þrátt fyrir að málið sé kannski sem stendur á forræði allshn. geri ég skýlausa kröfu til þess að hæstv. dómsmrh. verði viðstödd þessa umræðu. Það er alveg fráleitt að halda þessu áfram að öðrum kosti. Í fyrsta lagi þarf að liggja klárlega fyrir hvernig menn hyggjast halda á umferðaröryggisáætlun og hvernig menn hyggjast beita sér í því --- lykilatriði þar er hvaða fjármagn kemur fram. Svo verður að koma skýring á því hvernig á því stendur að sífellt er verið að leggja á bifreiðaeigendur aukin gjöld eins og ætlunin er í málinu hér á eftir. Því beini ég því til hæstv. forseta sem ég veit að hefur reynt að ná í hæstv. dómsmrh. að hann reyni nú til þrautar að kalla hæstv. ráðherra til fundar.

(Forseti (ÁSJ): Forseti hefur látið hafa samband við hæstv. dómsmrh. sem er á fundi en mun koma í hús að honum afloknum. (Gripið fram í: Hvenær lýkur honum?) Forseti veit ekki hvenær þeim fundi lýkur.)