Stefnumótun um aukið umferðaröryggi

Föstudaginn 19. apríl 2002, kl. 17:45:58 (7938)

2002-04-19 17:45:58# 127. lþ. 123.21 fundur 599. mál: #A stefnumótun um aukið umferðaröryggi# þál. 14/127, LB
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur, 127. lþ.

[17:45]

Lúðvík Bergvinsson:

Virðulegi forseti. Ég sagði áðan eitthvað á þá leið að ég væri kannski ekki í stakk búinn til að fullyrða neitt um það hvort umferðaröryggismarkmiðin sem stefnt var að á árunum 1997--2001 hafi náðst eða ekki. Því miður fórst fyrir að spyrja um það áðan en í skýrslunni kemur fram að þau hafi öll náðst í meginatriðum. Ég vil gjarnan fá að vita frá hæstv. ráðherra hvaða markmið náðust ekki. Hafi þau ekki náðst nema í meginatriðum eru væntanlega einhver markmið sem ekki hafa náðst. Því þætti mér vænt um það, virðulegi forseti, að ég gæti beint spurningu til hæstv. ráðherra: Hvers konar slys gerðu það að verkum að þau markmið sem að var stefnt náðust ekki?