Réttarstaða starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum

Laugardaginn 20. apríl 2002, kl. 12:03:58 (7999)

2002-04-20 12:03:58# 127. lþ. 124.35 fundur 629. mál: #A réttarstaða starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum# (EES-reglur, heildarlög) frv. 72/2002, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 124. fundur, 127. lþ.

[12:03]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég og hv. þm. erum á sama máli um mikilvægi þess að ekki sé atvinnuleysi. Ég tel að atvinnuleysi sé eitt mesta böl sem menn lenda í en hv. þm. hefur ekki útskýrt fyrir mér eða gert það trúverðugt af hverju hið gífurlega atvinnuleysi í Evrópusambandinu stafar og hvernig stefndur á því að það hefur verið um áratugabil, ekki bara eitt eða tvö ár heldur hefur það í um 30--50 ár verið viðvarandi, þ.e. um 10% atvinnuleysi. Af hverju stafar það? Ég rek það til strangra reglna og of mikilla réttinda sem kerfið veitir.

En varðandi sjómenn stendur hér að framseljanda eða framsalshafa sé óheimilt að segja starfsmanni upp vegna aðilaskipta að fyrirtæki nema efnahagslegar, tæknilegar eða skipulagslegar ástæður séu fyrir hendi. Það má sem sagt segja upp undir þeim kringumstæðum. Ég veit ekki hvernig þessi ákvæði eru gagnvart sjómönnum. Það getur vel verið að þessar ástæður séu ekki til gagnvart sjómönnum. Þá mundu þessi lög heimila uppsagnir sjómanna þó að sjómannalögin geri það ekki. Þetta eru nýrri lög og þau mundu gilda um þá ef þeir féllu undir þessi lög.