Merkingar og upplýsingaskylda varðandi orkunotkun heimilistækja o.fl.

Laugardaginn 20. apríl 2002, kl. 12:39:15 (8011)

2002-04-20 12:39:15# 127. lþ. 124.37 fundur 669. mál: #A merkingar og upplýsingaskylda varðandi orkunotkun heimilistækja o.fl.# (EES-reglur) frv. 61/2002, Frsm. GuðjG (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 124. fundur, 127. lþ.

[12:39]

Frsm. iðnn. (Guðjón Guðmundsson):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. meiri hluta iðnn. um frv. til laga um breytingu á lögum nr. 72/1994, um merkingar og upplýsingaskyldu varðandi orkunotkun heimilistækja o.fl.

Frv. er ætlað að útvíkka gildissvið laga nr. 72/1994, um merkingar og upplýsingaskyldu varðandi orkunotkun heimilistækja o.fl., þannig að þau nái einnig til bifreiða og innleiða þannig tilskipun nr. 1999/94/EB, sem kveður á um að seljendur nýrra bifreiða birti með skýrum hætti eldsneytiseyðslu og koltvísýringslosun þeirra bifreiða sem þeir hafa til sölu.

Nefndin leggur til að frv. verði samþykkt óbreytt.

Hjálmar Árnason, Bryndís Hlöðversdóttir, Helga Guðrún Jónasdóttir og Ísólfur Gylfi Pálmason voru fjarverandi við afgreiðslu málsins, en undir nefndarálitið rita aðrir nefndarmenn í iðnn.