Niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar

Laugardaginn 20. apríl 2002, kl. 12:44:58 (8013)

2002-04-20 12:44:58# 127. lþ. 124.38 fundur 640. mál: #A niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar# (heildarlög) frv. 78/2002, MF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 124. fundur, 127. lþ.

[12:44]

Margrét Frímannsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Í nefndaráliti frá iðnn. segir m.a., með leyfi forseta:

,,Í frumvarpinu er lagt til að sú framkvæmd sem tíðkast hefur á niðurgreiðslum verði lögfest með skýrum hætti. Þó eru lagðar til nokkrar breytingar á framkvæmdinni sem eru þær helstar að mögulegt verður að greiða niður hitun með olíu hjá þeim sem ekki eiga kost á annarri hitun, eigendur smávirkjana eiga kost á niðurgreiðslu á rafhitun, notkun varmadælna til að hita íbúðir verður gjaldgeng til niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar, hitaveitur sem ekki eru opinberar veitur geta fengið styrk til stofnunar nýrrar veitu eða stækkunar eldri veitu, ...``

Ég vil spyrja hv. frsm. nefndarinnar um þessar smávirkjanir. Hvað felst nákvæmlega í þessu? Mér hefur ekki unnist tími til þess að fara yfir þetta nál. ítarlega. En hvað felst í þessu? Eiga þeir sem eru með smávirkjanir sama kost og hitaveitur sem ekki eru opinberar veitur, þ.e. að fá styrk t.d. til þess að stækka veitur sínar?