Niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar

Laugardaginn 20. apríl 2002, kl. 12:47:37 (8015)

2002-04-20 12:47:37# 127. lþ. 124.38 fundur 640. mál: #A niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar# (heildarlög) frv. 78/2002, MF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 124. fundur, 127. lþ.

[12:47]

Margrét Frímannsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Hvað með þá bændur sem þegar hafa virkjað og reka smávirkjanir og hafa fullnægt orkuþörf sinni um einhvern tíma? Í síðari liðnum er um að ræða sérstakan styrk. Þarna eru niðurgreiðslurnar en hins vegar er styrkurinn til að stækka veitur.

Í nál. segir að hitaveitur sem ekki eru opinberar veitur geti fengið styrk en í frv. er talað um niðurgreiðslur á rafhitun. Gildir hið sama varðandi þessar smávirkjanir, að möguleiki sé á styrk til þess að stækka þær? Ég hefði viljað fá svör við því hvort möguleiki er fyrir þá sem reka þessar smávirkjanir á sambærilegum styrk og þeir fá sem ætla að stækka hitaveitur sem ekki eru opinberar.