Almannatryggingar o.fl.

Laugardaginn 20. apríl 2002, kl. 13:36:43 (8024)

2002-04-20 13:36:43# 127. lþ. 124.5 fundur 359. mál: #A almannatryggingar o.fl.# (tekjuhugtak, bótaútreikningur o.fl.) frv. 74/2002, ÁRJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 124. fundur, 127. lþ.

[13:36]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Eins og fram hefur komið í umræðunni skrifum við hv. þm. Margrét Frímannsdóttir, þingmenn Samfylkingarinnar, undir þetta nefndarálit með fyrirvara og er fyrirvarinn sambærilegur og hjá hv. þm. Þuríði Backman. Þar sem ekki er verið að taka á þáttum í almannatryggingunum sem við hefðum talið fulla ástæðu til að taka á, eins og það að afnema tekjutengingu við tekjur maka, það er ekki verið að hækka neitt frítekjumörk og ekki verið að hækka neinar bætur sem eru óheyrilega lágar, þá skrifum við undir nál. með fyrirvara.