Þjóðhagsstofnun o.fl.

Laugardaginn 20. apríl 2002, kl. 13:58:14 (8029)

2002-04-20 13:58:14# 127. lþ. 124.9 fundur 709. mál: #A Þjóðhagsstofnun o.fl.# frv. 51/2002, VE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 124. fundur, 127. lþ.

[13:58]

Vilhjálmur Egilsson:

Virðulegi forseti. Meiri hluti efh.- og viðskn. hefur lagt til að þetta frv. verði samþykkt. Það eru engar sérstakar ástæður til annars en að ætla að þeim verkefnum sem Þjóðhagsstofnun hefur sinnt verði ágætlega sinnt hér eftir. Allt það sem snýr að þjóðhagsreikningagerð fer inn í Hagstofuna og það hefur komið fram í umfjöllun nefndarinnar að slíkt fyrirkomulag er víða viðhaft. Það hefur líka komið fram í umfjöllun nefndarinnar að þjóðhagsspár eru víða gerðar í fjármálaráðuneytum þannig að ég sé ekki neina ástæðu til annars en ætla að öllum þeim verkefnum sem stofnunin hefur haft verði bærilega sinnt hér eftir sem hingað til.