Stefnumótun um aukið umferðaröryggi

Laugardaginn 20. apríl 2002, kl. 14:17:47 (8036)

2002-04-20 14:17:47# 127. lþ. 124.18 fundur 599. mál: #A stefnumótun um aukið umferðaröryggi# þál. 14/127, KolH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 124. fundur, 127. lþ.

[14:17]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Herra forseti. Hér er Alþingi Íslendinga að samþykkja afskaplega metnaðarfull markmið varðandi aukið umferðaröryggi á næstu árum, en hv. þm. verða líka að gera sér grein fyrir því að þau metnaðarfullu markmið sem hér er að finna fela í sér viðamiklar aðgerðir sem kalla á aukið fjármagn. Ég vil bara hnykkja á því að hv. allshn. getur um slíka hluti í nefndaráliti sínu. Við þurfum öll, sem erum í þessum sal að greiða málinu atkvæði, að vera vakandi fyrir því að setja það fjármagn sem þarf í málaflokkinn við næstu fjárlagagerð þegar við ákveðum fjármagnið sem á að fara í þær aðgerðir sem hér eru nauðsynlegar.