Framhald þingfundar

Laugardaginn 20. apríl 2002, kl. 20:08:26 (8069)

2002-04-20 20:08:26# 127. lþ. 124.91 fundur 530#B framhald þingfundar# (um fundarstjórn), GAK
[prenta uppsett í dálka] 124. fundur, 127. lþ.

[20:08]

Guðjón A. Kristjánsson:

Herra forseti. Ég vil koma hér í pontu til að staðfesta að það var allt rétt sem hæstv. forseti sagði um það að ég óskaði eftir því að frv. um norsk-íslensku síldina yrði tekið á dagskrá. Það var mjög einföld ástæða fyrir því. Það var ekki búið að koma út nefndarálitunum um stjórn fiskveiða, almenna frv. um stjórn fiskveiða, og ég óskaði eftir því að þess vegna gætum við byrjað á hinu málinu. Ég hef heldur ekkert við það að athuga þó að hæstv. forseti hafi rofið þá umræðu og geymi hana. Í raun og veru hefðum við getað farið í það mál þegar mælt hafði verið fyrir framsöguerindunum og jafnvel hefði mátt geyma það að mæla fyrir öðru hvoru framsöguerindinu ef því hefði verið að skipta.

En ég vil bara staðfesta að það var mín ósk að við byrjuðum á því máli vegna þess að mér hafði ekki unnist tími til að klára þessi nefndarálit. Að öðru leyti geri ég ekki athugasemdir við það þó að við höldum eitthvað áfram að tala um málin en mér finnst hins vegar snúið ef við eigum að fara langt inn í nóttina, hæstv. forseti.