Uppsagnir hjá Landssímanum á Akureyri

Mánudaginn 22. apríl 2002, kl. 10:07:14 (8077)

2002-04-22 10:07:14# 127. lþ. 125.91 fundur 534#B uppsagnir hjá Landssímanum á Akureyri# (aths. um störf þingsins), EMS
[prenta uppsett í dálka] 125. fundur, 127. lþ.

[10:07]

Einar Már Sigurðarson:

Herra forseti. Ég vil þakka hv. þm. Árna Steinari Jóhannssyni fyrir það að vekja máls á þessu máli. Þannig var að ég var staddur á Akureyri á laugardag og maður hitti varla mann öðruvísi en hann minntist á það hvernig að þessum málum hefði verið staðið. Það var gífurleg reiði manna vegna þess hvernig komið var fram við þær konur sem þarna misstu störf sín. Það er augljóst mál að þarna hafa menn gert gífurleg mistök og ég fagna þeim orðum sem hæstv. ráðherra lét falla um þetta og vona að hann fylgi þeim eftir þannig að þetta verði tekið til baka.