Uppsagnir hjá Landssímanum á Akureyri

Mánudaginn 22. apríl 2002, kl. 10:10:11 (8079)

2002-04-22 10:10:11# 127. lþ. 125.91 fundur 534#B uppsagnir hjá Landssímanum á Akureyri# (aths. um störf þingsins), JB
[prenta uppsett í dálka] 125. fundur, 127. lþ.

[10:10]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Ég vil bara vekja athygli á þeirri skoðanakönnun sem gerð var fyrir skömmu síðan af Gallup að það er mikill yfirgnæfandi meiri hluti þjóðarinnar sem vill að Landssíminn sé áfram í þjóðareigu, í opinberri eigu allrar þjóðarinnar. Þar með var ekki heldur verið að segja að það ætti að fara að einkavæða hann í pörtum eða taka ákveðna búta af þjónustu Símans og bjóða út og segja upp fastráðnu starfsfólki. Það var ekki verið að segja það. Ég vil vara við því ef fara á inn á þá leið að búta fyrirtækið niður, búta einstaka þjónustuþætti þess niður, bjóða þá út og segja föstu og góðu starfsfólki upp, eins og mér skilst að hluti af þessu máli á Akureyri sé.

Virðulegi forseti. Það á að vera gott vinnusiðferði innan þessa ágæta fyrirtækis sem þjóðin öll vill hafa í eigu sinni.