Utanríkismál

Mánudaginn 22. apríl 2002, kl. 10:20:54 (8085)

2002-04-22 10:20:54# 127. lþ. 125.94 fundur 537#B utanríkismál# (aths. um störf þingsins), RG
[prenta uppsett í dálka] 125. fundur, 127. lþ.

[10:20]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Herra forseti. Ég vil undirstrika það að ekki er vakið máls á þessu stóra máli til að taka umræðuna hér í þessu morgunsári. Það er ánægjulegt að við erum sammála um það í utanrmn. núna að fara í þetta mál og það er mikilvægt að Alþingi gefi sér tíma áður en farið er heim, til að ræða það. Það er ekki tilefni til efnislegrar umfjöllunar hér og nú en það er eðlilegt að alþingismenn sem ekki eiga sæti í utanrmn. fái að vita það að við höfum tekið málið upp á okkar borð og að farið verði yfir það með réttum hætti.