Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 22. apríl 2002, kl. 11:40:08 (8087)

2002-04-22 11:40:08# 127. lþ. 125.1 fundur 562. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðigjald o.fl.) frv. 85/2002, HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 125. fundur, 127. lþ.

[11:40]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Hv. 3. þm. Vesturl., Jóhann Ársælsson, talaði mikið um sértækar aðgerðir. Ég held að hann hafi jafnvel gengið svo langt að tala um handstýrðar úthlutanir. Ég minnist þess ekki að þessi hv. þm. hafi í eitt einasta skipti greitt atkvæði gegn sértækum aðgerðum í þinginu í sambandi við kvótamálið og veiðiréttindi. Ég held að hann hafi aldrei nokkurn tíma gert það, þ.e. greitt atkvæði gegn sértækum aðgerðum. En ef svo er, væri gott að fá það rifjað upp.