Ábyrgð skuldabréfa vegna nýrrar starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar

Þriðjudaginn 23. apríl 2002, kl. 10:57:53 (8131)

2002-04-23 10:57:53# 127. lþ. 126.4 fundur 714. mál: #A ábyrgð skuldabréfa vegna nýrrar starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar# frv. 87/2002, Frsm. meiri hluta VE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 126. fundur, 127. lþ.

[10:57]

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þm. vill gjarnan hafa hönd í bagga með því hvernig ég haga mínu máli og hvernig ég rökstyð mitt mál. Ég hygg að það sé orðið nokkuð langt gengið hjá hv. þm., ekki síst vegna þess að hann er í öðrum flokki en ég. Ég hef haft skilning á því að hv. þm. hefði aðra skoðun á þessu máli en ég og hef reyndar gengið út frá því og hef ákveðna reynslu fyrir því að hv. þm. hefur ákveðnar skoðanir á efnahagsmálum og hvernig eigi að stýra þeim. Ég tel að í gegnum tíðina hafi það ekki gefist vel að fara eftir þeim skoðunum hv. þm. en mér finnst að ég eigi að fá að ráða mínum skoðunum og mínum málflutningi sjálfur og hv. þm. þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur af því.