Ábyrgð skuldabréfa vegna nýrrar starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar

Þriðjudaginn 23. apríl 2002, kl. 10:59:03 (8132)

2002-04-23 10:59:03# 127. lþ. 126.4 fundur 714. mál: #A ábyrgð skuldabréfa vegna nýrrar starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar# frv. 87/2002, KolH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 126. fundur, 127. lþ.

[10:59]

Kolbrún Halldórsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Spurning mín til hv. þm. Vilhjálms Egilssonar lýtur að vangaveltum hv. þm. um það hvort ESA vilji makka með eins og þingmaðurinn orðaði það. Ég vil spyrja þingmanninn: Hvers vegna þetta flaustur í málinu þegar það er ljóst að það virðist þurfa að koma einhvers konar samþykki frá ESA um það hvort fyrirhuguð ríkisábyrgð eins og ríkisstjórnin er að leggja hana upp í þessu frv. getur gengið eða ekki? Ég vil fá að heyra hvers vegna ekki sé þá beðið eftir því að fá svörin frá ESA um hvort ESA vilji makka með. Er það ekki skynsamlegra en að vera að afgreiða hér mál sem mögulega hefur 100 þúsund agnúa?