Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 23. apríl 2002, kl. 13:40:36 (8148)

2002-04-23 13:40:36# 127. lþ. 126.1 fundur 562. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðigjald o.fl.) frv. 85/2002, EKG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 126. fundur, 127. lþ.

[13:40]

Einar K. Guðfinnsson:

Virðulegi forseti. Með þessari grein er verið að víkka út stærðarmörk smábátaflotans. Það er mjög mikilvægt, sérstaklega í því skyni að auka öryggi við veiðar bátanna. Þetta eru bátar sem oft veiða við erfiðar aðstæður á hafinu og þess vegna er eðlilegt að þróa þetta mál í þessa átt. Ég vek líka athygli á því að smábátarnir eru mjög víða undirstaða hráefnisöflunar í heilu byggðarlögunum. Þetta ákvæði mun verða til þess fallið að auka öryggi við hráeflisöflun og bæta þar með hag fiskvinnslufólksins úti um landið. Þetta er þess vegna byggðavæn aðgerð. Ég segi já.