Fiskveiðar utan lögsögu Íslands

Þriðjudaginn 23. apríl 2002, kl. 13:47:14 (8151)

2002-04-23 13:47:14# 127. lþ. 126.2 fundur 670. mál: #A fiskveiðar utan lögsögu Íslands# (norsk-íslenski síldarstofninn) frv. 50/2002, GAK (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 126. fundur, 127. lþ.

[13:47]

Guðjón A. Kristjánsson (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Hér er verið að brjóta í blað. Samkvæmt lögum um veiðar utan lögsögu hefur verið viðhöfð innskilaregla hingað til þegar úthlutað hefur verið heimildum utan lögsögunnar, bæði á Flæmingjagrunni og eins á Reykjaneshrygg. Hér er ekki lagt til að um neina innskilareglu verði að ræða og er þetta stílbrot á því sem segir í lögunum. Ég tel að hér sé rangt að verki staðið og við leggjumst gegn þessu frv.