Réttarstaða starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum

Miðvikudaginn 24. apríl 2002, kl. 11:51:44 (8186)

2002-04-24 11:51:44# 127. lþ. 127.11 fundur 629. mál: #A réttarstaða starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum# (EES-reglur, heildarlög) frv. 72/2002, RG
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur, 127. lþ.

[11:51]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Virðulegi forseti. Hér er annað mál sem ég hef haft mikinn áhuga á frá því ég starfaði í félmn., lengi sem formaður og átti þátt í að vinna með þau ákvæði sem komu inn í íslensk lög í kjölfar þess að við gerðum EES-samninginn. Að þessu sinni fékk ég ekki tækifæri til að taka þátt í umræðunni þegar málið kom 2. umr.

Ég tek eftir því að fulltrúar minni hlutans í félmn., Steingrímur J. Sigfússon og Ásta R. Jóhannesdóttir, afgreiða þetta mál með fyrirvara. Það er auðvitað þess vegna sem ég kem hér upp. Ég var að vona, herra forseti, að formaður félmn. væri á svæðinu og ég spyr hvort formaðurinn sé hugsanlega í húsinu. Ég hefði óskað eftir að fá að bera fram spurningar en sé formaður félmn. ekki í húsinu óska ég ekki eftir því að hún sé kölluð til.

(Forseti (HBl): Það er sjálfsagt að fresta umræðu um þetta dagskrármál ef þess er óskað.)

Ef til vill væri skynsamlegt að við tækjum þetta mál fyrir síðar þegar formaðurinn er viðstaddur. Mér finnst eðlilegra að beina spurningum mínum til formanns nefndarinnar en þeirra fulltrúa úr stjórnarandstöðu sem höfðu fyrirvara. Ég hætti þá við að ræða þetta mál að sinni, herra forseti.

(Forseti (HBl): Þá verður ræðu hv. þm. frestað og málið tekið af dagskrá.)