Jöfnun námskostnaðar

Miðvikudaginn 24. apríl 2002, kl. 13:37:51 (8213)

2002-04-24 13:37:51# 127. lþ. 128.4 fundur 693. mál: #A jöfnun námskostnaðar# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., AKG
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur, 127. lþ.

[13:37]

Fyrirspyrjandi (Anna Kristín Gunnarsdóttir):

Herra forseti. Ég þakka ráðherra svarið. Ég get ekki sagt að það létti af mér neinum áhyggjum því hann lét ekkert uppi um hvað ætti að endurskoða. Ég tel að sérstaklega þurfi að endurskoða ákvæðið um 30 km lágmarksfjarlægð frá skóla því sú regla ein getur ekki sýnt nemendum fulla sanngirni og felur í rauninni í sér ákveðið ójafnræði. Nemandi sem fær akstursstyrk fær greiddar 50 þús. kr. á önn fyrir kostnað, en nemandi sem fær dvalarstyrk C fær 88 þús. kr., þannig að þarna er um verulega fjárhagslega spurningu að ræða og ég vona að menntmrh. sé það fyllilega ljóst að endurskoðun þessa ákvæðis um 30 km er mjög mikilvæg.