Málefni Þjóðminjasafnsins

Miðvikudaginn 24. apríl 2002, kl. 13:44:09 (8216)

2002-04-24 13:44:09# 127. lþ. 128.5 fundur 697. mál: #A málefni Þjóðminjasafnsins# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., menntmrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur, 127. lþ.

[13:44]

Menntamálaráðherra (Tómas Ingi Olrich):

Herra forseti. Við spurningunni ,,Hvað líður vinnu við endurbætur á Þjóðminjasafninu við Suðurgötu og hvenær er gert ráð fyrir að safnið verði opnað að nýju?`` er svarið svohljóðandi:

Samkvæmt verkáætlun er áætlað að endurbótum á húsinu sjálfu ljúki í mars 2003. Eftir stendur þá endanlegur frágangur á lóð hússins og uppsetning sýningarinnar í húsinu. Unnið er að útfærslu á uppsetningu sýningarinnar en ekki liggur fyrir á þessari stundu hvenær því verki lýkur. Þá er verkefnið í heild sinni að sjálfsögðu háð því að Alþingi veiti til þess nægjanlegar fjárveitingar, til að unnt verði að ljúka því endanlega. Samkvæmt framansögðu liggur ekki fyrir endanleg dagsetning um opnun hússins.