Stjórnarfrumvörp og framhald þinghalds

Laugardaginn 27. apríl 2002, kl. 10:10:02 (8285)

2002-04-27 10:10:02# 127. lþ. 131.91 fundur 551#B stjórnarfrumvörp og framhald þinghalds# (aths. um störf þingsins), SAÞ
[prenta uppsett í dálka] 131. fundur, 127. lþ.

[10:10]

Sigríður A. Þórðardóttir:

Herra forseti. Ég vek sérstaka athygli á því að stjórnarflokkarnir eiga 38 þingmenn af þeim 63 sem sitja á Alþingi. Ég ítreka (Gripið fram í.) að við ætlum að ljúka þeim stóru málum sem við höfum verið að ræða undanfarna daga. Ég vek alveg sérstaka athygli á því, og tek undir með hv. þm. Kristni H. Gunnarssyni, að ef við tökum t.d. gærdaginn sem dæmi hófst þingfundur klukkan tíu og lauk um kvöldmat. Þar talaði einn þingmaður frá Sjálfstfl. og einn þingmaður frá Samfylkingunni um deCODE sem var á dagskrá, þ.e. ríkisábyrgðina til Íslenskrar erfðagreiningar, en aftur á móti einokuðu þingmenn Vinstri grænna umræðuna og stigu í ræðustól hver á fætur öðrum. (ÖJ: Það væri betur að fleiri tjáðu sig um málið.)