Steinullarverksmiðja

Mánudaginn 29. apríl 2002, kl. 10:27:06 (8328)

2002-04-29 10:27:06# 127. lþ. 132.16 fundur 663. mál: #A steinullarverksmiðja# (sala á eignarhlut ríkisins) frv. 57/2002, Frsm. meiri hluta HjÁ (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 132. fundur, 127. lþ.

[10:27]

Frsm. meiri hluta iðnn. (Hjálmar Árnason):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. um frv. til laga um breytingu á lögum nr. 61/1981, um steinullarverksmiðju.

Nefndin fékk á sinn fund ýmsa gesti eins og um er getið á þskj. 1257.

(Forseti (HBl): Ég bið hv. þm. afsökunar. Það er gert ráð fyrir því að atkvæðagreiðsla verði að loknum þingflokksfundum klukkan hálfþrjú.)

Þetta er tiltölulega einfalt frv. Lagt er til að iðnrh. verði heimilt að selja eignarhlut ríkisins í Steinullarverksmiðjunni hf. á Sauðárkróki. Það byggir á samkomulagi sem gert hefur verið á milli stærstu eigenda fyrirtækisins og Húsasmiðjunnar hf., BYKO hf. og Kaupfélags Skagfirðinga um kaup á eignarhlut hinna fyrrnefndu í fyrirtækinu. Samkomulagið er háð nokkrum skilyrðum, sem greint er rækilega frá í greinargerð með frv. sjálfu, m.a. samþykki Alþingis og því að samkeppnisyfirvöld banni ekki kaupin eða setji um þau efnisleg skilyrði.

Meiri hluti hv. iðnn. leggur til að frv. verði samþykkt óbreytt.

Undir frv. rita eftirtaldir hv. þm.: Ásta Möller, Bryndís Hlöðversdóttir, Pétur H. Blöndal, sem þó hafði fyrirvara, Svanfríður Jónasdóttir, Helga Guðrún Jónasdóttir, Kjartan Ólafsson og Ísólfur Gylfi Pálmason auk þess sem hér stendur.

Herra forseti. Þetta er afskaplega einfalt frv. Hv. iðnn. mælir með því að hlutur ríkisins í Steinullarverksmiðjunni verði seldur og byggir það á frumkvæði heimamanna sem hafa miklar hugmyndir um uppbyggingu atvinnulífs í kjölfar þessa. Nefndin mælir með því að frv. verði samþykkt.