Steinullarverksmiðja

Mánudaginn 29. apríl 2002, kl. 11:32:27 (8339)

2002-04-29 11:32:27# 127. lþ. 132.16 fundur 663. mál: #A steinullarverksmiðja# (sala á eignarhlut ríkisins) frv. 57/2002, JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 132. fundur, 127. lþ.

[11:32]

Jón Bjarnason (andsvar):

Virðulegi forseti. Hæstv. ráðherra minntist á Orkubú Vestfjarða. Þar keypti ríkið hlut sveitarfélaganna þannig að ef hæstv. ráðherra ætlaði að vera sjálfri sér samkvæm hefði hún í sjálfu sér líka keypt hlut sveitarfélagsins í Steinullinni. (JÁ: Þú varst á móti því líka.) Ég er að vitna til orða hæstv. ráðherra.

En það væri fróðlegt að heyra hjá hæstv. ráðherra hvernig verðmætamat á hlut ríkisins í fyrirtækinu fór fram. Var þar gætt þeirra reglna sem ríkið starfar eftir? Hvers vegna var ekki hluturinn þá boðinn einhverjum öðrum heima fyrir? Hvernig stóð hæstv. ráðherra að þessu útboði á hlut ríkisins í Steinullinni? Það væri fróðlegt að hæstv. ráðherra upplýsti það ásamt því hvernig verðmætamatið fór fram og hver framkvæmdi það.